top of page
BIÐJUM NÚNA
Góði Guð. Þakka þér fyrir nýjan dag. Þakka þér fyrir hæfileikana og styrkleikana sem þú hefur gefið mér. Viltu hjálpa mér að vanda mig í dag í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Vilt þú leggja mér orð á vör þegar ég tala við fólk í dag. Viltu gefa mér visku og skynsemi til að taka réttar ákvarðanir og viltu vernda mig frá öllu illu. Verði þinn vilji í lífi mínu og alls míns fólks. Í Jesú nafni, amen.
bottom of page