UM MIG

Dögg Harðardóttir er fædd 1965. Dögg lauk  BSc prófi í hjúkrunarfræði frá HÍ 1992, uppeldis- og kennslufræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2000 og 60 eininga diplómanámi í heilbrigðisvísindum með áherslu á stjórnun frá Háskólanum á Akureyri 2011. Frá útskrift hefur Dögg sinnt fjölbreyttum verkefnum sem  hjúkrunarfræðingur, m.a. starfað innan heilbrigðisþjónustunnar í Reykjavík, á Akureyri og Húsavík, auk kennslu í grunn- og framhaldsskólanum á Húsavík.

Dögg starfaði í sex ár á geðdeildum LSH, var meðal annars deildarstjóri og aðstoðardeildarstjóri á deild fyrir vímuefnaneytendur á Vífilsstöðum. Hún var deildarstjóri hjá Öldunarheimilum Akureyrarbæjar á árunum 2007-2011 þar sem hún tók m.a. þátt í að innleiða nýja hugmyndafræði þjónustunnar og átti sæti í nefnd á vegum Akureyrarbæjar sem vann að endurbættri mannauðsstefnu bæjarins. Hún var deildarstjóri augndeildar Landspítalans á níunda ár og er nú forstöðumaður hjúkrunar á Skjóli.

Dögg var kjörinn af þjóðinni til setu í stjórnlagaráði árið 2011.

Dögg hefur átt sæti í stjórn Hvítasunnukirkjunnar í Reykjavík og á Akureyri, verið formaður Aglow, þverkirkjulegra kvennasamtaka, verið formaður og stjórnarmaður í Gídeonfélaginu, verið varaforseti Hins íslenska biblíufélags, verið formaður félagsins Nemendur og trú, átt sæti í ritnefnd og skrifað greinar fyrir tímaritið Bjarma, verið dagskrárgerðarmaður á útvarpsstöðinni Lindinni, verið foringi í sumarbúðum KFUM, tekið þátt í barna- og unglingastarfi í Reykjavík, á Akureyri og í Húsavíkurkirkju. Hún hefur gefið út bækurnar Arfur konunnar og Bænabók auk Daggardropa á geilsadiskum, stuttra hugleiðinga um lífið og tilveruna. Þá hefur hún setið í undirbúningsnefnd leiðtogaráðstefnunnar GLS (Global Leadership Summit). Dögg hefur haldið fjölda fyrirlestra og ræðna víða um land.

Dögg er gift Fjalari Frey Einarssyni, kennsluráðgjafa og eiga þau synina Einar Aron og Jóel.

mamma og pabbi.jpg
mamma.jpg