top of page
  • Writer's pictureDögg Harðardóttir

Haltu þínu striki

Hefur þú einhvern tímann hætt við áformin þín af því að fólk hafi hlegið að þér? Hæðni getur auðveldlega dregið kjark úr fólki og fengið það til að hætta við góð áform.

Einu sinni var Jesús beðinn um að heimsækja fjölskyldu þar sem 12 ára gömul stúlka lá lífshættulega veik. Þegar Jesús kom að húsinu var allt í uppnámi því að stúlkan var dáin. Sennilega var fjöldi manns saman kominn á heimili hennar og fólk grét. Jesús var auðvitað ekki hver sem var og hafði vald sem náði út yfir gröf og dauða. Þegar hann heyrði að stúlkan væri dáin þá sagði hann fólkinu að fara, hún væri ekki dáin, heldur svæfi hún. Og fólkið hló að honum. Jesús hefði auðveldlega getað leyft fólkinu að draga úr sér kjarkinn og hætt við að gera það sem hann hafði ætlað sér. En hann gerði það ekki. Hann gekk inn í húsið, reisti stúlkuna upp og gaf henni lífið á ný.

Á vegi þínum í dag getur orðið fólk sem hlær að þér. Fólk sem reynir að draga úr þér kjarkinn. Láttu það ekki hindra þig í að vinna það verk sem þú veist að er rétt. Enginn fær talið þér trú um að þú standir höllum fæti nema þú látir það eftir honum.



bottom of page