top of page
Writer's pictureDögg Harðardóttir

Vertu þú sjálf/ur

Eitt af því sem einkenndi Jesú og var ólíkt svo mörgum öðrum var virðingin sem hann bar fyrir því fólki sem varð á vegi hans. Hann hitti alls konar fólk og sumir báru þungar byrðar í lífinu. Sumir höfðu brotið allar brýr að baki sér, aðrir voru veikir. Sumir voru fullir af skömm og ótta, aðrir fullir af hroka.

Í Jóhannesarguðspjalli 2:25 stendur: ,,Hann (Jesús) þurfti þess ekki að neinn bæri öðrum manni vitni. Hann vissi sjálfur hvað í manni býr."

Á okkar dögum gengur fólk oft langt til að reyna að öðlast virðingu og samþykki annarra. Fólk klæðir sig á ákveðinn hátt, setur myndir af sér á samfélagsmiðla, kaupir nýjasta símann, fer í megrun eða botox og felur veikleikana sína.

Guð veit hvað í þér býr. Í návist hans getur þú verið þú sjálf/ur. Hann elskar þig. Með öllum kostum og göllum. Þegar þú kemur fram fyrir Guð þarftu ekki að setja upp neina grímu. Þú þarft ekki að setja á svið leikrit. Hann þekkir þig betur en þú sjálf/ur. Hann þekkir þarfir þínar, langanir og þrár. Hann vill hjálpa þér. Vertu þú sjálf/ur. Þannig ertu best/ur.

Comments


bottom of page