top of page
  • Writer's pictureDögg Harðardóttir

Gættu að þér

Ég heyrði um daginn sagt frá manni sem hafði átt við áfengisvanda að stríða, en verið edrú í 40 ár. Eftir 40 ár fór maðurinn að hugsa að það væri nú allt í lagi að fá sér eitt rauðvínsglas. Hann gerði það og hefur verið drukkinn meira og minna síðan.

Í Prédikaranum segir: ,,Vertu ekki of réttlátur."


Það er alveg sama hvaða árangri þú hefur náð eða hversu lengi þú hefur gengið með Guði, gættu að þér. Fyrst aðrir hafa fallið eftir 40 ár þá getur það hent þig líka. Vertu ekki viss um að þú fallir aldrei í synd.

Ég heyrði sögu um prédikara sem gerði það að venju sinni að klippa út úr bandarískum blöðum allar fréttir sem hann sá um prédikara og forstöðumenn sem féllu í synd. Hann límdi þessar fréttir inn í bók og með reglulegu millibili tók hann bókina fram og fletti henni. Ekki til að hlakka yfir óförum annarra, heldur til að minna sig á að það sem hafði hent aðra gat hent hann sjálfan. ,,Vertu ekki of réttlátur og sýn þig ekki frábærlega vitran." Hafðu báða fætur á jörðinni og haltu þig fast við Krist.
Comments


bottom of page